
Ráðgjafinn og hlaðvarpsþáttastjórnandinn Andrés Jónsson heldur áfram að gera það gott en fyrirtækið hans Góð samskipti hagnaðist um 13 milljónir króna á síðasta ári en árið þar á undan hagnaðist fyrirtækið um 15 milljónir. Kemur þetta fram í frétt Viðskiptablaðsins.
Fyrirtækið greiddi út 17,5 milljónir króna í fyrra en leggur til að í ár verði greiddar út 20 milljónir.
Ásamt því að vera ráðgjafi stýrir Andrés hlaðvarpinu Bakherberginu með Þórhalli Gunnarssyni en hlaðvarpið hleypir ljósi inn í bakherbergi landsins, fjallar um það sem gerist að tjaldabaki og setur umfjöllun fjölmiðla í samhengi.
Andrés hefur verið lengi í sviðsljósinu en hann skaust fram á sjónarsviðið sem formaður Ungra jafnarmanna en hann formaður þar á bæ frá 2003 til 2006. Undanfarinn áratug hefur hann svo verið einn af vinsælustu ráðgjöfum Íslands.

Komment