
Gréta María Grétarsdóttir er sannkölluð kraftaverkakona þar sem kemur að rekstri. Hún átti sinn hlut í því að gera Krónuna að stórveldi en hætti þar á hápunktinum og söðlaði um. Um tíma starfaði hún í ferðaþjónustu og hjá Brimi hf.
Leiðin lá svo til liðs við Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnanda Bónuss, sem startaði lágvöruversluninni Prís með Grétu Maríu við stjórnvölinn. Prís er nú óbeinn hluti af samsteypunni Samkaupum sem rekur 60 verslanir um allt. Skömmu fyrir jól bárust þau stórtíðindi að Gréta væri hætt hjá Prís. Engar skýringar hafa fengist á starfslokunum en víst er að hún fær öll þau tækifæri sem hún vill til að takast á við ný verkefni og verður ekki lengi á lausu.
Sá umdeildi fjölmiðlamaður, Stefán E. Stefánsson, lagði til í spjallþætti á Bylgjunni að hún færi í framboð. Ekki er víst að sá stuðningur skili miklu ef litið er til þess að flokkur Stefáns, Sjálfstæðisflokkurinn, koðnar stöðugt niður ...
Komment