
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu
Mynd: Shutterstock
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu fyrir héraðsdómi Suðurlands um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur einnig lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöld en þá hafa alls verið gerðar kröfur um gæsluvarðhald yfir sjö einstaklingum í málinu sem kom upp í síðustu viku.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu og nýtur lögreglustjórinn á Suðurlandi aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment