
Gunna DísGunna Dís er algjör hvalreki fyrir Morgunútvarpið
Mynd: RÚV/Mummi Lú
Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er yfirleitt kölluð, er nýr meðstjórnandi Morgunútvarpsins á Rás 2. Þetta var tilkynnt á Facebook rétt í þessu.
Í nóvember síðastliðnum gekk Atli Fannar Bjarkason til liðs við Hafdísi Helgu Helgadóttur í Morgunútvarpinu á Rás 2 og tók þannig við af Ingvari Þór Björnssyni.
Á nýju ári hvarf Hafdís Helga á braut úr þættinum og hefur Atli Fannar verið að fá gestastjórnendur til að hjálpa sér þessa vikuna. Nú er hins vegar búið að tilkynna að Gunna Dís, sem er gríðarlega vinsæl fjölmiðlakona, hefur nú verið ráðin sem nýr meðstjórnandi Atla Fannars en hún byrjar í fyrramálið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment