1
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

2
Fólk

Eitt flottasta hús Kópavogs til sölu

3
Fólk

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga

4
Minning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

5
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

6
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

7
Innlent

Björn segir Reykjavík eiga fjöldamet í bílastæðum

8
Pólitík

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga

9
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

10
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Til baka

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Aðventa meðal bestu jólabókanna

Gunnar Gunnarsson
Gunnar GunnarssonAðventa hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis
Mynd: Aðsend

Skáldsagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson er á meðal þeirra verka sem best er að grípa til til að kalla fram sanna jólastemningu, samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mail. Þar skipar Gunnar sess með nokkrum af stærstu nöfnum bókmenntasögunnar. Austurfrétt fjallaði um málið.

Í umfjöllun Daily Mail er Aðventa lýst sem stuttri en áhrifaríkri íslenskri frásögn sem fjallar um seiglu og samkennd á aðventutímanum. Ritstíll Gunnars er sagður draga skýrt fram bæði hörku íslensks vetrar og helgi hátíðanna.

Sagan fjallar um Fjalla-Bensa sem leggur upp í fjallaferð á aðventunni í leit að eftirlegukindum, ásamt forustusauði, hundi sínum og nægum kaffibirgðum.

Fyrir jólin var þess einnig minnst að öld var liðin frá því að fyrirmynd persónunnar, Benedikt Sigurjónsson vinnumaður í Mývatnssveit, fór í slíka leit, ferð sem reyndist afar erfið þar sem aftakaveður skall á.

Aðventa kom fyrst út árið 1936 og er eitt útbreiddasta verk Gunnars, sem fæddur var í Fljótsdal. Bókin hefur verið þýdd á meira en tuttugu tungumál. Ný ensk þýðing leit dagsins ljós fyrir síðustu jól og vakti talsverða athygli, meðal annars með sýnilegri framsetningu í gluggum stórra bókabúða í Lundúnum.

Á lista Daily Mail er Gunnar í góðum félagsskap. Þar má einnig finna verk á borð við Jólaleyfi Poirots eftir Agöthu Christie og Jóladraum Charles Dickens.

Áhugi á Aðventu fer vaxandi víða um heim. Í mörgum menningarstofnunum í Þýskalandi og á Ítalíu hefur skapast hefð fyrir því að lesa söguna á aðventunni, líkt og gert er árlega á Skriðuklaustri.

Í smábæ skammt frá Torino á Ítalíu nýtti listahópur söguna sem grunn að dagskrá sem flutt var fyrir jól. Slíkir viðburðir eru árleg hefð hjá hópnum og var meginþemað í ár friður. Tónlistaratriði voru flutt og á milli þeirra var sagan sögð í aðlagaðri mynd. Í samtali við staðarblaðið Piazza Pinerolese sagði leiðtogi hópsins að frásögnin af smalanum og manngæsku hans hefði fallið vel að boðskapnum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

Var hvorki planta né sveppur
Einræðisherra skellti sér í heilsulind
Myndband
Heimur

Einræðisherra skellti sér í heilsulind

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum
Heimur

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum

Rannsaka spilafíkn Íslendinga
Innlent

Rannsaka spilafíkn Íslendinga

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps
Heimur

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó
Heimur

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu
Heimur

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi
Heimur

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi

Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Fjölmargir alþjóðlegir tónlistarmenn koam fram á Skinsweeper
Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“
Viðtal
Menning

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“

Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar
Menning

Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Loka auglýsingu