
Halla Tómasdóttir forseti, sem ritar nafn sitt sem Halla Tomas, vakti þjóðarathygli þegar hún deildi „einlægum samúðarkveðjum vegna fráfalls Pope Francis“ um páskana. Þótti mörgu málsmetandi fólki fokið í flest skjól við enskunotkun Höllu, sem starfaði lengi og nam í Bandaríkjunum.
Eitt af helstu einkennismerkjum Höllu hefur verið bandarískt skotið mál. Þannig segir hún gjarnan í ræðum sínum: „Ég stend hér í dag ...“ Hingað til hefur hún þó verið að mestu laus við langan arm íslensku málfarslöggunnar.
Samkvæmt svari embættis skrifstofu Íslands hafði Halla ætlað sér að merkja páfann með @-merki en að í fljótheitum hafi henni yfirést að „@-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku“.
Ekki er hins vegar hægt að tagga Frans páfa á Facebook, þar sem hann er ekki með opinbera síðu á miðlinum, en á Instagram er haldið úti síðunni Fransiscus í hans nafni. Í samhljóða færslu forsetans á Instagram er hann þó ekki merktur.
Þau sniðugustu telja að þarna sé verið að halla réttu máli.
Komment