1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

10
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Til baka

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Kerti
Mynd: Shutterstock

Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 1. nóvember.

Harpa fæddist 28. janúar 1980, dóttir Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðings og Haralds Inga Haraldssonar myndlistarmanns. Fósturfaðir hennar er Sigurgeir Már Jensson, heilsugæslulæknir í Vík í Mýrdal. Hún ólst upp í Mýrdalnum en hélt síðar til náms við Háskóla Íslands þar sem hún lauk BA-prófi í mannfræði. Harpa aflaði sér einnig meistaragráðu í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona Estudis Internacionals, diplómaprófs í verkefnastjórnun og rekstri og lauk leiðsögumannsprófi frá Leiðsöguskóla Íslands.

Á starfsferli sínum sinnti Harpa fjölbreyttum og ábyrgum verkefnum, meðal annars sem verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva og framkvæmdastjóri GeoThermHydro í Síle. Frá ágúst 2021 stýrði hún Kötlusetrinu í Vík, samfélagsmiðstöð þar sem listir, menning, náttúra og saga Mýrdalsins eru í brennidepli.

Harpa var virkur þátttakandi í menningarlífi heimabyggðar sinnar og á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrr á árinu hlaut hún menningarverðlaun samtakanna fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar og samfélags í Mýrdalshreppi. Í umsögn dómnefndar var henni lýst sem ótrúlegum drifkrafti í samfélaginu, sem með einstökum krafti, jákvæðni og góðvild hélt uppi menningarstarfi og samfélagslegri virkni.

Harpa stóð meðal annars að skipulagningu bæjarhátíða á borð við Regnbogann og Vor í Vík, oft ein eða með lítilli aðstoð, auk þess sem hún skipulagði tónleika og sýningar.

Eiginmaður Hörpu er Pablo Javier Cárcamo Maldonado frá Síle og sonur þeirra León Ingi, fæddur 2015.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Egill minnist látins vinar
Myndband
Minning

Egill minnist látins vinar

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

Erna María Ragnarsdóttir er látin
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

Loka auglýsingu