Heimir Örn Haraldsson hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Heimir var ákærður fyrir brot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti, með því að hafa, þann 2. ágúst 2025, sett sig í samband við konu með því að hringja í síma hennar og með því að hafa þann 2. ágúst 2025, sett sig í samband við hana, með því að senda sms-skilaboð í síma hennar þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem honum var birt þann 30. maí 2025, verið gert að sæta nálgunarbanni allt til 29. janúar 2026, þar sem ákærða var bannað að veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Háttsemin var til þess fallin að valda henni hræðslu og kvíða.
Heimir játaði brot sitt og kemur fram í dómnum að hann hafi haft þráhyggju fyrir fórnarlambi sínu í 14 ár.
Niðurstaðan var sú að Heimir Örn Haraldsson sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu sex mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 350.000 krónur með vöxtum.

Komment