
Helgi VilhjálmssonYfirleitt kallaður Helgi í Góu
Mynd: Aðsend
Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hefur stofnað fasteignafélagið KFC fasteignir ehf.
Hann er þó ekki einn á ferð því Kristín Helgadóttir, Rut Helgadóttir og Ingunn Helgadóttir eru með í för en þær eru dætur Helga.
Samkvæmt Lögbirtingablaðinu er Kristín formaður stjórnar en Helgi og Ingunn sitja einnig í stjórn. Helgi er skráður sem framkvæmdastjóri og fer hann með prókúruumboð ásamt Kristínu og Ingunni.
Tilgangur félagsins er kaup, sala, leiga og rekstur fasteigna og önnur skyld starfsemi.
Helgi hefur lengi verið einn af ríkustu mönnum Íslands en hann á og rekur KFC á Íslandi og Góu ásamt fleiri fyrirtækjum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment