1
Heimur

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí

2
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

3
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

4
Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið

5
Innlent

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið

6
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

7
Innlent

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal

8
Innlent

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur

9
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

10
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

Til baka

Helgi Pétursson er látinn

Kerti
Mynd: KinoMasterskaya/Shutterstock

Helgi Pétursson, söngvari, bassaleikari og einn stofnenda hinnar landsþekktu hljómsveitar Ríó tríós, lést aðfararnótt 13. nóvember, 76 ára að aldri. Helgi átti langa og fjölbreytta ævi á sviði tónlistar, fjölmiðlunar og réttindabaráttu eldri borgara.

Helgi var fæddur árið 1949 og ólst upp í Kópavogi. Sem unglingur lærði hann á gítar og bassa og stofnaði Ríó tríó árið 1965 ásamt Ólafi Þórðarsyni og Halldóri Fannari. Hljómsveitin varð á skömmum tíma ein vinsælasta tríósveit landsins og átti fjölda vinsælla laga á árunum 1965–1973 en það ár tók Ágúst Atlason við af Halldóri Fannari. Sveitin hélt fjölda tónleika hér heima og erlendis og naut mikilla vinsælda. Helgi starfaði um tíma jafnframt sem kennari og hóf ungur störf í útvarpi.

Eftir að Ríó tríó hætti störfum sneri Helgi sér meira að námi og fjölmiðlum. Hann starfaði árum saman við dagskrárgerð, sem blaðamaður og síðar í sjónvarpi, þar sem hann varð vel þekktur. Hann var eftirsóttur kynnir og var jafnvel kjörinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af tímaritinu Samúel.

Helgi sneri aftur til tónlistarinnar með útgáfu sólóplötunnar Þú ert árið 1979, þar sem titillagið sló rækilega í gegn. Hann gaf síðar út aðra sólóplötu, Allt það góða árið 2004. Ríó tríó tók einnig saman á ný á árunum 1976–77 og aftur frá 1984, og starfaði sveitin í nokkra áratugi, þar til hún hætti endanlega árið 2010.

Á ferlinum mátti heyra söng og bassaleik Helga á fjölmörgum plötum Ríó tríósins og á safnplötum tengdum sveitinni, auk þess sem hann söng og spilaði á nokkrar aðrar útgáfur íslenskra tónlistarmanna.

Á efri árum beitti Helgi sér af krafti fyrir réttindum eldri borgara. Hann var einn af stofnendum Gráa hersins og gegndi trúnaðarstörfum í Félagi eldri borgara og Landsambandi eldri borgara.

Helgi Pétursson lætur eftir sig eiginkonuna Birnu Pálsdóttur, f. 1953, en börn þeirra eru Bryndís, f. 1977, Pétur, f. 1978, Heiða Kristín, f. 1983, og Snorri, f. 1984. Barnabörnin eru 12 talsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis
Innlent

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis

Hafði aldrei brotið af sér áður
Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu
Heimur

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða
Innlent

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða

Pútín segist tilbúinn að taka allt Donbas-hérað með valdi
Heimur

Pútín segist tilbúinn að taka allt Donbas-hérað með valdi

Elín Hall breiðir yfir Bowie
Myndband
Menning

Elín Hall breiðir yfir Bowie

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur
Innlent

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur

Dagur Þór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Dagur Þór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

Selja draumaeign við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð
Heimur

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Minning

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn
Minning

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn

„Þetta særir mig inn að beini“
Jón Guðlaugsson er fallinn frá
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban
Minning

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá
Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

María gagnrýnir meðferðakerfið eftir enn eitt andlát ungs drengs
Minning

María gagnrýnir meðferðakerfið eftir enn eitt andlát ungs drengs

Loka auglýsingu