Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að reiðhjólamaður hafi slasast og fór lögregla og sjúkralið á vettvang. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á sjúkrahús. Þá segir lögreglan frá því að drukkinn einstaklingur hafi komið og hellt bjór yfir slasaða reiðhjólamanninn. Hann neitaði að segja til nafns og var handtekinn.
Tilkynnt var um innbrot í skrifstofu húsnæði, lögregla fór á vettvang til að rannsaka málið.
Nokkuð var um ökumenn undir áhrifum og reyndi einn að stinga lögreglu af. Lögreglan náði honum og handtók.
Lögreglan handtók einstakling sem var að brjótast inn í apótek.
Tilkynnt var um tvo aðila inni á lokuðum veitingastað í leyfisleysi og stálu munum. Þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang en fundust síðar og voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna rannsókn málsins.


Komment