
Veðurhorfur á landinu næstu daga: Suðlæg átt 3-8 m/s í dag. Léttskýjað norðan- og austanlands og hiti á bilinu 15 til 25 stig.
Það verður skýjað á Suður- og Vesturlandi og smá væta fram eftir degi. Hiti 12 til 18 stig.
Á morgun verður norðaustan og austan 3-10 á morgun, en 8-13 við suðausturströndina, og víða verður bjartviðri og hiti á bilinu 17 til 28 stig; sums staðar þokuloft og mun svalara við norðurströndina.
Þá er það þriðjudagurinn: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Verður bjart með köflum, stöku skúrir syðst og þokuloft við norður- og austurströndina. Hitinn verður á bilinu 15 til 25 stig, en mun svalara í þokunni.
Á miðvikudag: Hæg breytileg átt og allvíða skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart veður á Austurlandi. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Austlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil væta með köflum. Hiti 12 til 20 stig.
Komment