
Lögreglan greip mann við ofsaaksturTók nokkur skráningarnúmer
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því nótt er greint frá að leigubílstjóri hafi óskað eftir aðstoð vegna þess að farþegar greiddu ekki fyrir far.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um að starfsmaður hótels hafi slasast við vinnu og var viðkomandi fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Lögreglan hafði afskipti af fólki á heimili vegna framleiðslu fíkniefna. Málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar vegna barna á heimilinu.
Einn var handtekinn eftir innbrot í skóla og nokkur skráningarmerki voru tekin af bílum. Þá var einn stöðvaður fyrir að keyra á 120 kílómetra hraða á 80 svæði.
Komment