1
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

2
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

3
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

4
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

5
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

6
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

7
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

8
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

9
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

10
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

Til baka

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

„Við erum öll eins innan við beinið“

Jóhann Helgi og Dimma
Jóhann Helgi og DimmaDimma er þekkt fyrir gjafmildi sína.
Mynd: Facebook

Jóhann Helgi Hlöðversson hefur alið hrafninn Dimmu upp síðan hún fannst blaut og hrakin á Selfossi sem ungi en samband þeirra er hreint út sagt einstakt. Hefur Mannlíf áður fjallað um vinina.

Jóhann Helgi skrifaði Facebook-færslu í dag um gjöf sem hann fékk frá Dimmu en það var fjöður úr henni.

„Dimma er falleg sál. Á leiðinni í ræktina í morgun sagði Magga, Jói … Dimma er að reyna ná sambandi við þig! Ég snéri mér að búrinu hennar og sá að hún reyndi að ná athygli minni með því að rétta út úr búrinu stóra fjöður úr sjálfri sér.“

Þannig hefst frásögn Jóhanns Helga, sem í næstu orðum segist hafa spurt Dimmu sína hvort fjöðrin væri handa sér og auðvitað svaraði fuglinn.

„Ég kraup niður að henni og spurði hana hvort hún ætlaði að gefa mér þessa fjöður? Hún rétti mér fjöðrina og sleppti henni í lófann minn og þegar ég sagði VÁÁ Dimma! Ætlar þú að gefa pabba þessa fjöður? Þá setti hún hausinn niður og dillaði stélinu ótt og títt og var greinilega mjög ánægð með mín viðbrögð yfir þessari gjöf.“

Segir Jóhann Helgi að Dimma hafi áður gefið honum fjöður og segir hana ákaflega þakkláta og gjafmilda:

„Dimma er orðin fimm eða sex ára og hefur áður fært mér fjöður frá sér með sömu viðhöfn og látbragði. Dimma þakkar mér einnig oft fyrir þegar ég færi henni eitthvað sérstaklega gott í matardallinn. Hún er ákaflega gjafmild og gefur frá sér mat til hundanna og er einnig farin að fæða tvo hrafna sem líta til hennar af og til.“

Að lokum segist Jóhann Helgi aldrei hafa vanið sig á að gefa dýrunum sínum nammi þegar hann hefur þjálfað þau, heldur aðeins hrós og segist hafa tekið eftir því að allar dýrategundir séu eins innan við beinið.

„Ég hef aldrei vanið mig á að gefa dýrunum mínum nammi við þjálfun heldur nota ég einungis hrós. Ég hef tekið eftir því að við erum öll eins innan við beinið og skiptir þá engu máli af hvaða dýrategund við teljumst vera:) Dimma tekur undir máltækið “Sælla er að gefa en þiggja”.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Forstjórar og framkvæmdastjórar gera það gott fyrir norðan
Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“
Heimur

Smotrich vill breyta Gaza í „fasteignaævintýri“

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi
Innlent

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka
Innlent

Gripu inn í ágreining leigusala og leigutaka

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal
Myndir
Fólk

Vilja rúmar 300 milljónir fyrir hús í Úlfarsárdal

Sigurður Hallgrímsson teiknaði þetta glæsilega hús sem læknirinn er að selja
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu