
Síðustu tvo daga drap Ísraelsher tvo blaðamenn á Gaza, þau Helmi al-Faq'awi og Islam Meqdad og nú tala drepinna fjölmiðlamanna í árásum Ísraela kominn upp í 232. Það eru fleiri dráp á fjölmiðlamönnum en samanlagt í fjölmörgum styrjöldum þessarar og síðustu alda.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks vekur athygli á þessari sláandi staðreynd á Facebook í gær. Byrjaði færslan á eftirfarandi máta:
„Tveir blaðamenn í viðbót drepnir á Gaza í gær, annar brenndur lifandi í tjaldi fyrir utan sjúkrahús í Khan Younis.
Það þýðir ekkert fyrir Ísraelsher að þræta fyrir að sigta sérstaklega út blaðamenn. Staðfest dæmi eru of mörg.“
Kristinn segir frá nýrri skýrslu sem kom frá Brown-háskóla á dögunum þar sem fram kemur hreint út sagt hrottafengin staðreynd:
„Á dögunum kom út skýrsla frá Watson stofnuninni við Brown háskóla þar sem fram kemur að fleiri blaðamenn hafa fallið á Gaza síðan 7. Okt 2023 en samanlagt í eftirfarandi styrjöldum: Bandaríska borgarastyrjöldin, Fyrri heimsstyrjöldin, Síðari heimsstyrjöldin, Kóreustríðið, Vietnamstríðið, Júgóslavíustríðið, Afganistanstríðið, Úkraínustríðið.
Gaza er grafreitur fréttanna. Svona hrikalegt dráp á blaðamönnum á sér enga hliðstæðu í heimssögunni.“
Komment