
Það er ekki algengt að stjórnmálamenn hrósi pólitískum keppinautum sínum.
Það gerðist hins vegar í gær þegar Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi barnamálaráðherra, skellti í sjaldgæfan status á Facebook. „Hef ekki sett inn neitt sem tengist stjórnmálum síðan fyrir jól en nú finn ég hjá mér þörf til að segja nokkur orð,“ sagði Ásmundur Einar. Hann birtir mynd af sér með arftaka sínum, Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Ásmundur sendi „stórt hrós“ á ríkisstjórnina fyrir að „samþykktur hefði verið samningur um að ríkið yfirtaki þjónustu við börn með fjölþættan vanda“. Nokkuð sem honum tókst ekki að áorka í fyrri ríkisstjórn.
„Þau er að fara vel af stað í þessum málum. Til hamingju og áfram gakk!“
12 klukkustundum síðar þurfti Ásthildur Lóa að segja af sér ráðherraembætti.
Komment