
Fjölmiðlar á Íslandi hafa lengi verið gagnrýndir fyrir að vera hræddir við að spyrja stjórnmálamenn og aðra viðmælendur um erfiða og krefjandi hluti. Dæmi eru um það að stjórnmálamenn hafi komið með lista af spurningum til fjölmiðlamanna á síðustu öld þegar þeir mættu í viðtal sem viðkomandi mátti spyrja.
Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri SUS, þorði heldur betur, svo vægt sé til orða tekið, þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi barnamál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, við fjölmiðla í fyrradag.
„Vilt þú leiða ríkisstjórn sem situr í skjóli þingmanns sem átti samræði við 15 ára barn?“ var spurning sem blaðamaðurinn lagði fram og var ljóst að forsætisráðherra var ekki skemmt yfir orðalagi Hermanns og neitaði að svara henni beint. Nokkrir hægri menn fagna hugrekki framkvæmdastjóra SUS á samfélagsmiðlum meðan aðrir setja spurningarmerki við að maður í hans stöðu sé yfirhöfuð að fjalla um íslensk stjórnmál ...
Komment