
Ímyndarsmiðir Samherja hafa væntanlega lagt að Baldvin Þorsteinssyni forstjóra að sýna auðmýkt og tárast þegar tilefni gæfist. Nokkur dæmi eru um að hinir forhertustu stjórnmálamenn hafi bjargað sér fyrir horn með slíkri aðferð.
Fyrir allnokkrum árum virtist Bjarni Benediktsson vera að falli kominn sem formaður þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, flokkssystir hans, sótti að honum. Bjarni mætti þá í sjónvarpsviðtal og setti upp hvolpaaugu. Bugaður náði hann að komast að hjörtum kjósenda og stóð af sér atlöguna.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór sömu leið fyrir kosningar þegar hún virtist vera að missa tiltrú kjósenda. Lukkuhjólið snérist henni í hag og hún vann góðan sigur og er nú í draumahlutverki sem ráðherra.
Nú er komið að Samherja að selja brimsölt tárin til að komast í náðina hjá þjóðinni ...
Komment