
Það er alltof sjaldgæft að ungt fólk í dag hugsi um réttindi þeirra elstu en mikilvægt er að virða þá sem á undan okkur hafa komið. Þrátt fyrir mikilvægi þess þýðir það ekki að gamalt fólk sé fullkomið, ekki frekar en ungt fólk. Með hækkandi aldri geta ýmsir kvillar eða sjúkdómar gert eldra fólki erfitt fyrir sinna hinum og þessum verkefnum. Þetta vita allir.
Allir nema Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, en hann gerði endurnýjun bílprófs hjá fólki yfir 70 ára að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Þykir honum óréttlátt að það þurfi að endurnýja réttindi sín oftar en yngra fólk og kallaði það vont dæmi um forræðishyggju. Erfitt er að skilja af hverju þingmaðurinn fór í þessa vegferð en það verður áhugavert að sjá hvort aðrir þingmenn séu sammála eða telji hann vera úti að aka ...
Komment