
Nú styttist óðum í að VÆB bræðurnir stígi á Eurovision sviðið í Basel í Sviss en hljómsveitin verður fyrst til þess í fyrri undanriðlinum, sem fer fram þriðjudaginn 13. maí.
Mannlíf ræddi við Rúnar Frey Gíslason, fjölmiðlafulltrúa hópsins, um hópinn og kostnaðinn. „Hópurinn gistir á Novotel hóteli í Basel, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, m.a. Svíum, Ítölum og Áströlum,“ segir Rúnar um málið.
Sex listamenn og tveir höfundar eru hluti af hópnum sem mun keppa fyrir hönd Íslands. Þá munu tíu einstaklingar á vegum RÚV standa vaktina úti í Basel.
Felix Bergsson - Farastjóri
Rúnar Freyr Gíslason - Fjölmiðlafulltrúi
Selma Björnsdóttir - Leikstjóri
Sylvía Lovetank - Búningahönnuður
Gísli Berg - Framleiðslustjóri
Gunna Dís - Þulur
Gunnar Birgisson - Dagskrágerðarmaður
Árni Beinteinn - Dagskrágerðarmaður
Vilhjálmur Siggeirsson - Pródusent
Davíð Almarsson - Ljósahönnuður
Samkvæmt Rúnari verða Árni og Gunnar í nokkra daga í Sviss og þá munu Vilhjálmur og Davíð aðeins vera viðstaddir fyrstu tvær æfingarnar.
Rúnar segir að kostnaður við ferðalagið, þátttökuna og í raun allt sem tengist keppninni verði um það bil 38 milljónir og sé það lægri upphæð en í fyrra. Þá nefnir hann einnig að kostnaður RÚV við Söngvakeppnina og Eurovision sé á pari við tekjurnar sem koma inn.



Komment