
Í stuttum pistli sem Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri, ritaði í gær veltir þingmaðurinn fyrir sér hvort opinberir starfsmenn séu betri en þeir sem starfa í einkageiranum. Yfirmenn þar á bæ fá nefnilega sparkið ef þeir ná ekki árangri samkvæmt Jóni.
Hann veltir fyrir sér í framhaldinu fyrir sér hvort einhver skólastjóri hafi verið rekinn í ljósi þess að skólakerfið sé komið í þrot. Vísar hann til þess að stór hluti barna sem útskrifast úr grunnskóla kunni varla að lesa og að mikill meirihluti stelpna finni fyrir kvíða oftar en einu sinni í viku.
Sannarlega áhugaverðar pælingar hjá Jóni og þá sérstaklega þegar horft er til þess að hann hefur nánast eingöngu starfað sem skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri í fjölmennum skólum á landinu undanfarin 20 ár. Það verður að hrósa skólastjóranum fyrrverandi fyrir að þora benda í spegil og ásaka viðkomandi um að hafa komið skólakerfinu í þrot …
Komment