Strákarnir í hljómsveitinni KALEO hafa ákveðið að stofna saman fyrirtækið Tónaþing ehf.
Tilgangur félagsins er skipulagning viðburða, framleiðsla á kvikmyndum, tónlistarútgáfa og tengd starfsemi. Meðlimir KALEO eru Þorleifur Gaukur Davíðsson, Jökull Júlíusson, Rubin Pollock, Daníel Ægir Kristjánsson og Davíð Antonsson.
Samkvæmt upplýsingum í Lögbirtingablaðinu er Jökull formaður stjórnar. Þá fara Ágústa Katrín Guðmundsdóttir og Jökull með prókúruumboð.
Hljómsveitin hefur gefið út fjórar plötur en hún gaf síðast út plötu fyrr á þessu ári og eru þekktustu lög sveitarinnar Way Down We Go og Vor í Vaglaskógi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment