
Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður, birti á Facebook skýr og harðorð ummæli um núverandi stöðu stjórnmála og embættismanna á Íslandi. Hann gagnrýnir meðal annars dómsmálaráðherra og forsætisráðherra fyrir meint spillingarmál og vanefndir í störfum sínum.
„Spilltur lögreglustjóri segir upp störfum vegna spillingar en er strax ráðin inn í dómsmálaráðuneytið,“ skrifar Pétur. Hann heldur áfram: „Fjármálaráðherra gefur greiðslu innviði og þar með þjóðaröryggi í hendurnar á Ísraelska hernum,“ og á þá við rammasamning ríkissins við Rapyd um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnana ríkisins.
Pétur gagnrýnir einnig forsætisráðherra og segir: „Forsetisráðherra vann sem aðal hagfræðingur í viðskiptabanka (Kviku) við að monopoly-væða húsnæðismarkaðinn áður en hún fór á þing og lýgur því núna að hennar forgangur séu fyrstu kaupendur ... þó að bankabókin hennar segi aðra sögu.“
Einnig vísar Pétur til Utanríkisráðherra og fjölskyldu hans: „Eiginmaður Utanríkisráðherra var FRAMKVÆMDASTJÓRI KAUPÞING BANKA og stálu þau yfir milljarði af almenningi í hruninu.“
Auk þess gagnrýnir hann dómsmálaráðherra og Alþingi: „Dómsmálaráðherra er bókstaflega að byggja fangelsi fyrir börn á flótta. Og Alþingi tók af okkur lýðræðislega kjörna nýja stjórnarskrá.“
Færslan endar með spurningunni: „Hvenær eru búsáhaldabylting vol 2?“

Komment