1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

3
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

7
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

8
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

9
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

10
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Til baka

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Segir lögregluna hafa klúðrað málinu

Eva Hauksdóttir
Eva HauksdóttirEva segir rafskútur vera hættulegustu farartækin í umferðinni
Mynd: Facebook

Í pistli á Vísi í gær lýsir Eva Hauksdóttir, lögmaður, alvarlegu slysi hjólreiðamanns sem féll á hjólastíg þar sem rafskúta hafði verið skilin eftir undir óupplýstum ljósastaur. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka og var fluttur á gjörgæslu.

„Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður,“ skrifar Eva og spyr hvort rafskútuleigur beri ekki einhverja ábyrgð á hegðun notenda sinna. Hún bendir á að tryggingafélag leigunnar hafi hafnað bótaskyldu og vísað til notendaskilmála, en telur ekki nóg að setja reglur án þess að fylgja þeim eftir.

Hún gagnrýnir jafnframt vinnubrögð lögreglu sem hafi gert það ómögulegt að sækja bætur eða finna þann notanda sem skildi skútuna eftir. „Það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna,“ segir hún.

Eva bendir á að rafskútur séu sennilega „hættulegustu farartækin í umferðinni“ og að notendaskilmálar virki ekki sem slysavarnir þegar það hafi engar afleiðingar að brjóta þá. Hún lýsir því hvernig skútur liggi víða á höfuðborgarsvæðinu og valdi bæði slysa- og aðgengishættu.

Þrátt fyrir að rafskútur séu hentugar og vinsælar varar hún við því að slysum muni fjölga nema gripið verði til aðgerða. „Áður en til þess kemur vona ég að þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum,“ skrifar hún að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Loka auglýsingu