Kári Stefánsson og Hannes Þór Smárason hafa stofnað saman fyrirtækið ESH ehf. en greint er frá því í Lögbirtingarblaðinu.
Samkvæmt upplýsingum sem birtar hafa verið eru Kári og Hannes stofnendur og skipa þeir einnig stjórn félagsins og gegnir Kári formennsku í stjórninni. Þá er varastjórn skipuð af Ara Kárasyni. Félagið er skráð sem rekstur sem snýr að þróun lausna á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaður, þ.m.t. fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og hvers kyns önnur skyld starfsemi. Kári og Hannes fara báðir með prókúruumboð.
Kári var fyrr á árinu rekinn frá Íslenskri erfðagreiningu en hann var forstjóri fyrirtæksins. Hann hefur sagt að starfslok sín minni helst á fantaskap en Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar. Kári stofnaði fyrirtækið árið 1996 og var hann forstjóri þess þar til í fyrra. Árið 2012 var það svo keypt af Amgen.
Hannes hefur verið einn af þekktustu viðskiptamönnum Íslands á þessari öld en hann forstjóri FL group á sínum tíma. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt úr sjóðum félagsins en var sýknaður í því máli en hann var sakaður að hafa dregið að sér tæpa þrjá milljarða. Hann neitaði ávallt sök í málinu. Hann hafði verið forstjóri Icelandair fyrir þann tíma og fjármálastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.


Komment