
Lögreglan stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að keyra undir áhrifum fíkniefna; svo reyndist vera en fljótlega vöknuðu grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum.
Fannst við nánari leit töluvert magn efna, er talin eru fíkniefni og þá fundust gögn er bentu til að maðurinn stundaði sölu sem og dreifingu efnann; leitað var á heimili mannsins - þar sem peningar fundust og enn meira af fíkniefnum.
Maðurinn var færður í fangaklefa.
Starfsfólk hótels í miðbænum óskaði í nótt eftir aðstoð lögreglu vegna gests sem var afar óánægður með þjónustu þar og í svipuðu tilfelli var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á gistiheimili; hann hafði sett brunakerfi staðarins í gang og við það flæddi vatn um allt og úr varð töluvert eignatjón og maðurinn var handtekinn.
Komment