
Það getur verið erfitt að tapa kosningum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið að kynnast því oftar en flestir innan flokksins en samstarfsmenn hennar hafa ítrekað verið teknir fram yfir hana af flokksmönnum. Það er þó alveg greinilegt að hún á sína dyggu kjósendur en að sögn Áslaugar eru þeir að flýja Reykjavík.
Ráðherrann fyrrverandi lét hafa slíkt eftir sér í viðtali á RÚV í gær en samkvæmt Áslaugu er ástandið í borginni svo slæmt að kjósendur hennar og Sjálfstæðisflokksins geti vart hugsað sér að búa þar lengur.
Það hljóta að vera einstaklega slæmar fréttir fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna sem hefur verið gjörsamlega valdlaus í 15 ár. Mögulegt er þó að það breytist taki Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrum ráðherra, við oddvitasætinu en sagt er að hann liggi undir feldi. Hann hefur að minnsta kosti talað betur til Sjálfstæðismanna í borginni eins og einvígi hans við Áslaugu í gegnum árin sýna ...
Komment