
Í Facebook-hópnum Fávitar í umferðinni var birt myndskeið í gær sem sýnir ökumann bifreiðar kasta brauðsneiðum í bifreið fyrir framan sig.
Flest okkar kannast sjálfsagt við það að hafa á okkar yngri árum tekið þátt í vitleysisgangi án þess að hugsa um afleiðingar eða annað fólk í kring. Sem betur fer kannski er það ekki að breytast með yngri kynslóðunum, á meðan fíflaskapurinn meiðir ekki aðra.
„Þetta er bara fávitaskapur,“ heyrist sá sem tekur myndskeiðið upp segja þar sem hann eltir bifreiðina upp Laugaveginn.

Ökumaður bílsins skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hann játar að hafa verið að keyra bíl foreldra sinna en að hann hafi verið að fíflast í vinum sínum sem voru í bifreiðinni fyrir framan hann.
„Þetta er hvorugur eigandanna sem er að keyra ég sonur þeirra er að keyra og vinur minn er að kasta þessu í bílinn fyrir framan sem eru vinir okkar. Það væri fínt ef það væri hægt að taka þetta niður eða sleppa því að nafngreina eigandann sem hafði ekkert með þetta að gera þetta var bara saklaust grín á milli vina.“
Ekki fylgdi sögunni hvaða tegund af brauði var um að ræða.
Komment