
Snjóflóð fór yfir skíðasvæði á Elbrus-fjalli, hæsta fjalli Evrópu, og olli skelfingu meðal ferðamanna sem flýðu í óðagoti.
Myndskeið sem vitni tóku sýnir augnablikið þegar gríðarlegt magn snjós hrynur niður fjallshlíðina á fimmtudag, 15. janúar en rússnesk yfirvöld voru búin að vara við því að þau myndu framkalla snjóflóð í fjallinu vegna snjóflóðahættu og höfðu lokað parti af svæðinu. Eitthvað virðist þó hafa mistekist enda flæddi snjó yfir á opið svæði.
Í myndbandinu má sjá snjóflóðið stefna beint að þeim sem tekur upp, sem virðist standa á bílastæði, áður en skjárinn fyllist af hvítum snjó þegar flóðið nær til hans.
Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt í kjölfar atviksins á skíðasvæðinu við Elbrus.
Yfirvöld höfðu lokað hluta fjallsins og ákveðnum kláfarleiðum í síðustu viku vegna hættulegra veðurskilyrða á svæðinu.

Komment