
Ósætti er sagt ríkja innan ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík með framkomu Bjarnveigar Birtu Bjarnadóttur, rekstrarstjóra Tulipop, sem tilkynnti í gær að hún sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.
Þannig er mál með vexti að Bjarnveig og Stein Olav Romslo unnu forprófkjör hjá ungliðahreyfingunni og urðu þannig formlegir frambjóðendur hennar í komandi prófkjöri. Bjarnveig fékk þó átta fleiri atkvæði en Stein en bæði fengu rúmlega 150 atkvæði og gerði Bjarnveig því fasta kröfu að hún fengi stuðning í hærra sæti en Stein.
Þetta mun hafa farið illa í stuðningsmenn Stein sem telja að menntun hans og bakgrunnur muni sækja fleiri atkvæði en enn einn viðskiptafræðingur sem skellir sér í stjórnmálin. Hugsa verði um mögulegan árangur flokksins frekar en einstaklingsframa ...

Komment