
Nokkuð óvenjuleg sjón blasti við Teiti Guðbjörnssyni þegar hann var úti í göngutúr í morgun í Breiðholti en þá rakst hann á kynlífsleikfang sem hafði verið skilið eftir á grasflöt.
„Það er eins og einhver hafi fleygt þessu út þarna. Það að fólki skuli ekki henda þessu í ruslið er með ólíkindum,“ sagði Teitur í samtali við Mannlíf, „Ég prófaði að pota aðeins í þetta og svo sá ég eitthvað svona gums koma úr þessu og ég hringdi þá strax í Reykjavíkurborg. Ég er ekki að fara farga þessu sjálfur.“
Samkvæmt Teiti sagði starfsmaður borgarinnar að málið yrði kannað en hann hefur sjálfur litla trú á að leikfangið verði fjarlægt. „Alveg 100% ekki og ég ætla að fylgjast grannt með þessu, hvort þetta verði þarna ennþá eða ekki.“
Teitur, sem býr sjálfur í Breiðholti telur að umgengni í hverfinu hafi versnað frá því sem áður var.
„Já, ég hef ekki orðið var við þetta áður í minni morgungöngu. Aldrei áður.“

Komment