1
Heimur

Kona alvarlega slösuð eftir fall af brú á Tenerife

2
Innlent

Ótrúlegt atvik náðist á myndband við Spöngina

3
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

4
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

5
Innlent

Fluttur á bráðamóttöku eftir slys í Grafarvogi

6
Heimur

Fimm úr tálbeituhópi dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás

7
Innlent

Einn slasaður eftir að grýlukerti féll á höfuð hans

8
Innlent

Ljóshærð kona dæmd fyrir rangar sakagiftir

9
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

10
Heimur

Áttræð kona sem skemmtiferðaskip skildi eftir á eyju fannst látin

Til baka

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.

Hödd Vilhjálms
Til í dómstólanaAlmannatengillinn og lögfræðingurinn segist fagna meiðyrðamáli.
Mynd: X-fyrrum Twitter

Læknir sem Hödd Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og almannatengill, hefur sakað opinberlega um alvarlegt kynferðisofbeldi í nánu sambandi, hefur sent Mannlífi yfirlýsingu þar sem hann ber af sér sakir og boðar meiðyrðamál gegn Hödd. Hann segir hana hafa fært fram „viðurstyggilegar og glórulausar“ ásakanir á Facebook og nafngreint hann í því samhengi.

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi – þvert á móti hef ég helgað mig því að aðstoða aðra,“ segir læknirinn, Hörður Ólafsson. Mannlíf sagði frá frásögnum Haddar í síðustu viku, en án þess að nafngreina lækninn.

„Ég heyrði af ásökunum hennar á meðan ég var í fríi erlendis en brást við strax með því að senda henni bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál yrði höfðað til að ómerkja ummælin,“ segir hann í yfirlýsingu til Mannlífs.

Hödd sagði á Facebook-síðu sinni í gær að hún sé ekki aðeins tilbúin í meiðyrðamál heldur fagni því. „Meiðyrðamál flott … Tek fagnandi á móti því.“

„Ég veit ekki á hvaða vegferð Hödd er, en ásökunum hennar hafna ég með öllu,“ segir maðurinn ennfremur. „Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi – þvert á móti hef ég helgað mig því að aðstoða aðra. Við Hödd áttum í nokkra mánaða sambandi sem hófst fyrir rúmum 15 árum síðan sem ég sleit um áramótin 2010/2011. Við hittumst einu sinni nokkrum mánuðum eftir að sambandi okkar lauk og skildum þá í góðu og síðan þá hef ég ekki haft nein samskipti við hana.“

Maðurinn boðar að hann muni stefna Hödd fyrir meiðyrði, dragi hún ekki staðhæfingar sínar um hann til baka. „Dragi Hödd ásakanir sínar til baka, og biðjist hún fyrirgefningar, mun ég fyrirgefa henni. Öðrum kosti sé ég mér ekki annað fært en að leita atbeina dómstóla eins og ég hef tilkynnt henni.“

Hödd greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi ekki fengið bréfið enn. Hún segist standa „gallhörð“ við færslu sína um manninn. „Hugarástand sjúkra einstaklinga leiðir þá oft út í horn. Eina sem þeir geta er að afneita en sannleikurinn mun að endingu sigra. Staðan er samt sú að ekkert bréf hefur mér borist. Líklega er gáfulegt að senda ekki hótanir um málaferli með bréfdúfum.“

Þá hefur DV greint frá því að eiginkona Harðar, Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur blandað sér í málið með færslu á Facebook. Þar segist hún fullviss um Hödd muni tapa dómsmáli.

„Ég þekki Hörð vel og trúi því ekki að hann hafi nokkurn tíma beitt því ofbeldi sem hann er ásakaður um eða hafi þær kenndir sem látið er í veðri vaka. Með innihaldslausum ásökunum og án dóms og laga ákveður Hödd Vilhjálmsdóttir að setja á Facebook síðu sína ásakanir á hendur Herði sem hann þarf nú að verjast, eigi hann að halda sínu óflekkaða mannorði. Þetta gerir hún án þess að nokkur ákæra hafi verið lögð fram eða minnstu sannanir bornar á borð.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun
Heimur

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun

Hafa verið settir í leyfi á meðan rannsókn fer fram
Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar
Heimur

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis
Innlent

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára
Innlent

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur
Fólk

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur

Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Maðurinn hefur ekki enn flutt í íbúðina sem honum var úthlutað
Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis
Innlent

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára
Innlent

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára

Loka auglýsingu