
Félagið Ísland-Palestína boðar til skyndimótmæla fyrir utan utanríkisráðuneytið klukkan þrjú í dag. Ástæðan er sú að Magga Stína og félagar hennar á skipinu Conscience hafa nú verið handteknir af Ísraelsher, sem er brot á alþjóðalögum. Skipið er hluti af Frelsisflotanum svokallaða sem hefur nú um langt skeið reynt að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á Gaza og rifta þannig ólöglegu hafnbanni Ísraela.
Pétur Eggerz Pétursson, sem hefur verið áberandi í baráttunni gegn þjóðarmorði Ísraela á Gaza, birti í morgun myndskeið á Instagram þar sem hann lætur utanríkisráðherra Íslands hafa það óþvegið.
„Nei, nú á ég ekki eitt aukatekið orð, Ísrael er búið að ræna Möggu Stínu á alþjóðlegu hafsvæði, í alvörunni talað og utanríkisráðuneytið hefur ekki fordæmt nokkurn skapaðan hlut heldur sagst „fylgjast með stöðu mála“,“ segir Pétur í upphafi myndbandsins og er greinilega mikið niður fyrir, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingi er rænt á alþjóðlegu hafsvæði. Hann heldur áfram: „Við skulum bara hafa það á fucking hreinu, að Ísraelsher var að draga Gretu Thunberg á hárinu og fucking lemja hana. Ísraelsher er búinn að loka Gaza-strönd ólöglega af til þess að stunda þar fucking þjóðernirhreinsanir og íslenska utanríkisráðuneytið er ekki búið að gefa út frá sér fucking fordæmingu. Hvað er í fucking gangi?“
Að lokum bætir Pétur við:
„Þegar erlent ríki sem er í virku þjóðarmorði tekur íslenska gísla, þá fordæmir íslenska utanríkisráðuneytið það! Við fucking sættum okkur ekki við þetta, við hittumst fyrir utan íslenska utanríkisráðuneytið klukkan þrjú á eftir, sé ykkur þar!“
Komment