
MúlaborgEr staðsettur í Reykjavík í Múlahverfi
Mynd: Reykjavíkurborg
Mál gegn fyrrverandi starfsmanni Múlaborgar var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag en hann er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni.
Í ákærunni er hann sakaður um að hafaf tvívegis á þessu ári haft önnur kynferðismök en samræði gegn barninu á leikskólanum. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur verið sakaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum.
„Ákærði misnotaði freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni, brást trausti hennar og trúnaði sem starfsmaður leikskólans,“ stendur meðal annars í ákærunni.
Foreldri barnsins fer fram á sjö milljónir í skaða- og miskabætur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment