
Riffli var stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu nýlega, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Beindust böndin fljótt að ákveðnum manni og var hann handtekinn stuttu síðar.
Maðurinn játaði sök og vísaði lögreglunni á vopnið, sem reyndist óhlaðið. Búið var þó að setja á það hljóðdeyfi, sem annar hafði keypt í millitíðinni og látið setja á vopnið.
Lögreglan handtók þann mann einnig og fór í framhaldinu í húsleit á heimili hans. Þar fundust fleiri skotvopn og skotfæri og lagði lögreglan einnig hald á því. Samkvæmt tilkynningunni var vörslu vopnanna ábótavant og ekki í samræmi við ákvæði vopnalaga.
Viðkomandi var með skotvopnaleyfi en það var afturkallað samstundis. Þá var hinum stolna riffli komið aftur í réttar hendur.
Komment