
Í dagbók lögreglu frá því er nótt er sagt frá því að ökumaður mótorhjóls hafi fallið af hjóli sínu í Hafnarfirði eftir að hafa verið að „prjóna“ á hjólinu.
Lögreglan greinir frá því að þrír ungir aðilar hafi ráðist að öðru í Hafnarfirði með höggum og spörkum. Þá var hnífur notaður til að ógna fórnarlambinu. Lögreglan mun vinna málið með barnavernd og foreldrum.
Þá voru tveir menn handteknir fyrir að hafa hótað manni með hníf og rænt hann. Þeir voru vistaðir í fangaklefa. Ölvaður maður missti stjórn á rafmagnshlaupahjóli sínu í Breiðholti með þeim afleiðingum að hann féll á hjólinu. Maðurinn slasaðist við fallið og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.
Lögreglan þurfti að vekja farþega í leigubíl sem var ofurölvi og rölti maðurinn síðustu metrana heim til sína.
Komment