
Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði efna (PAA (Primary Aromatic Amines)) úr plastinu er yfir mörkum en greint er frá þessu í tilkynningu frá MAST.
Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum.
Mörk fyrir flæði efna úr matvælasnertiefnum eru í reglugerð Evrópusambandsins nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.
Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður.
Vandamálið tengist framleiðslulotu sem framleidd var í desember 2024. Hægt er að bera kennsl á þessa lotu með klukkutáknum sem eru staðsett á bakhlið handfangsins:
- Neðri klukkan sýnir framleiðslumánuð og á að vísa á „12“ (desember)
- Efri klukkan sýnir árið og á að vísa á „24“ (2024)
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
- Vörumerki: GastroMax by Orthex
- Vöruheiti: Pasta ladle Vörunúmer: Art. no. 6918-1
- Strikamerki: 7332462071810
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru Ásbjörn Ólafsson ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
Dreifing Hagkaup; Fjarðarkaup; Kaupfélag Skagfirðinga; Skipavík; Kauptún; Bjarnabúð; Verslunin Kassinn.
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og skila henni til söluaðila.

Komment