
MastFólk er beðið um að neyta ekki varanna
Mynd: Víkingur
Matvælastofnun hefur gefið út viðvörun vegna neyslu reykts lax og reykts silungs frá Geitey ehf., eftir að bakterían Listeria monocytogenes greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði.
Eingöngu eru eftirfarandi framleiðsludagsetningar innkallaðar:
- Vöruheiti: Reyktur lax og reyktur silungur
- Framleiðandi: Geitey ehf., Reykhúsið Geiteyjarströnd
- Síðasti notkunardagur: 1. október 2025 og síðar
Vörurnar hafa verið dreifðar til verslana Nettó, Hagkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Hliðarkaup, Fjarðarkaup, Krónan, Kjörbúðin og Kauptún á Vopnafirði.
Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki, heldur farga henni eða skila í verslun til að fá endurgreitt.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment