
Samfélagið á Fáskrúðsfirði er sárum vegna andláts ungrar konu, Bríetar Irmu Ómarsdóttur, en hún lést 24. ágúst síðastliðinn, en hún hefði orðið 25 ára í nóvember.
Minningarathöfn verður haldin í Fáskrúðsfjarðarkirkju á morgun klukkan 17:00.
Eftir athöfnina verðu áfallamiðstöð opin í Skólamiðstöðinni. Þá verða fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands, Rauða Krossinum, þjóðkirkjunni og Píeta samtökunum á staðnum og veita sálrænan stuðning og sálargæslu.
Loðnuvinnslan bíður svo upp á veitingar í áfallamiðstöðinni.
Mannlíf heyrði í Benjamín Hrafni Böðvarssyni prests í Fjarðabyggð en hann segir samfélagið fyrir austan vera í molum vegna andláts Bríetar Irmu. „En það er líka búið að vera ótrúlega mikil samstaða meðal fólksins sem aðstandendur eru mjög þakklátir fyrir og finna fyrir.“
Komment