
Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Kleini, fullu nafni Kristján Einar Sigurbjörnsson, hefur í gegnum tíðina stundað ævintýri næturinnar af meiri áfergju en margur. Hefur það leitt Kleina í gönur, meðal annars þegar hann var færður í gæsluvarðhald og dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni. Nú er öldin önnur og verður Kleini ei neinum að meini í morgunsárið.
Kristján Einar, sem er nýskilinn við Hafdís Björg Kristjánsdóttur, eftir eitt mest opinberaða samband síðari tíma hér á landi, en hún eyddi öllum myndum af Kleina af Instagram-síðu á aðventunni.
Kleini segir fylgjendum sínum á Instagram frá því hvað hann er að brasa á nóttunni. Hann segist vakna klukkan þrjú á nóttunni og byrja að vinna þá. Þetta gerir hann til að skrolla ekki í símanum á kvöldin. „Ég kýs að byrja dagana mína þrjú, hálffjögur á morgnana, til að koma sem mestu í verk yfir daginn. Eftir klukkan sex, sjö á kvöldin er maður ekkert að vinna lengur. Maður er bara að skrolla í algjöru tilgangsleysi, enginn fókus og bara „waste of time“,“ skýrir hann.
Kleini vinnur meðal annars við að flytja inn og selja vörur. Þannig stofnaði hann fyrirtæki án fjármögnunar sem heitir Heimilis heild. Stórblaðið DV sagði svo frá því í janúar að Kleini væru að selja svokallaða „lúxus gullkúlublómapotta“ á 26 þúsund krónur, með heimsendingu, í gegnum fyrirtækið Heimilis heild. Þótt margur neytandinn sé reiðubúinn að greiða álag fyrir heimsendan Kleina þótti fólki í Facebook-hópnum „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ mikið að greiða 26 þúsund fyrir vöru sem seld er á Shein og Alibaba fyrir 595 krónur. Lítið er annars að gerast hjá sölusíðu Kleina og þar helst seldar dýnur ...
Komment