
Miðflokkurinn siglir miklu hraðbyri þessa dagana með útlendingastefnu sem fellur að mörgum bolnum. Talið er að flokkurinn muni rísa úr öskustónni og ná inn allt að fjórum borgarfulltrúum í Reykjavík í vor.
Hermt er að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns, hafi það verkefni að draga upp á blað frambjóðendur sem teljist vænlegir til að leiða lista. Gárungar segja að aðferð Binga sé sú að koma með fullt af nöfnum og strika síðan út hvern af öðrum. Þetta er sagt vera gert í þeim tilgangi að einungis eitt nafn verði eftir á listanum. Það verði nafn Björns Inga sjálfs sem þannig verði valinn með þessum lýðræðislega hætti þótt uppnám hafi ríkt á hans vakt og heilu hnífasettin komið við sögu. Hann hefur auðvitað reynslu sem leiðtogi Framsóknarflokksins í borgarstjórn og langar eflaust aftur ...
Komment