1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

3
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

4
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

7
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

8
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

9
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

10
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Til baka

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

„Kerfisbundin árás á mannréttindi fólks á flótta“

Þorbjörg Sigríður Gunlaugsdóttir
Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirFrumvarp dómsmálaráðherra er nú til umfjöllunar á Alþingi
Mynd: Víkingur

Samtökin No Borders Iceland leggjast harðlega gegn frumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Í umsögn sinni segja samtökin að frumvarpið sé „kerfisbundin árás á mannréttindi fólks á flótta og liður í þeirri stefnu stjórnvalda að gera Ísland að lokuðu landi gagnvart þeim sem þurfa á vernd að halda“.

Eitt af meginatriðum frumvarpsins er að fella brott 2. mgr. 74. gr. útlendingalaga. No Borders Iceland segir að það jafngildi því að stjórnvöld varpi ábyrgð af sér í stað þess að bæta úr eigin vanrækslu. „Í stað þess að viðurkenna og bæta úr þeirri kerfisbundnu vanrækslu sem þar liggur til grundvallar, hyggjast stjórnvöld afnema sjálft réttarúrræðið sem á að vega upp á móti eigin vanrækslu,“ segir í umsögninni.

Samtökin gagnrýna einnig fyrirhugaða innleiðingu svokallaðrar „umborinnar dvalar“ og telja hana „til marks um þann réttarhalla sem frumvarpið miðar að“. Þessi tegund dvalarleyfis sé „skrásett biðstaða án réttarverndar“ sem feli hvorki í sér raunveruleg réttindi né möguleika á fjölskyldusameiningu.

Þá vara samtökin við því að hugtakið „afturköllun“ sé notað í frumvarpinu án nauðsynlegrar aðgreiningar. „Þetta er gróf einföldun sem fer gegn öllum alþjóðlegum stöðlum í flóttamannarétti og skapar forsendur fyrir misbeitingu valds,“ segja þau.

Í umsögninni er jafnframt bent á að þrátt fyrir að frumvarpið vísi til bannsins við endursendingu (non-refoulement), hafi Ísland „ítrekað brotið gegn þessu grundvallaratriði“ í framkvæmd.

No Borders Iceland krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka í heild sinni og að fyrri breytingar á útlendingalögum frá 2023 og 2024 verði afnumdar. „Frumvarpið í heild eins og það er nú stenst þó ekki stjórnarskrá, samrýmist ekki góðum stjórnarháttum eða stjórnsýslulögum og gengur að mörgu leyti þvert á mannréttindasáttmála þá sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig að,“ segir í lokaorðum umsagnarinnar.

Samtökin hafa jafnframt óskað eftir að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

„Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á þessu“
Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Þrjú nýleg dæmi um þjófnað á greiðslukortum
Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Loka auglýsingu