
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að nokkrir ökumenn hafi verið stöðvaðir við hefðbundið eftirlit. Einn sem var stöðvaður reyndist aldrei hafa klárað ökunámið. Að minnsta þrír aðrir voru stoppaðir undir áhrifum.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna ósjálfbjarga aðila sökum ölvunar. Honum var komið til síns heima.
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar og hótana. Einn grunaður var handtekinn vegna málsins á vettvangi og er málið í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður vegna þess að hann keyrði of hratt.. Ökumaðurinn ók á 111 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað er málið í rannsókn. Þá var tilkynnt um eignaspjöll. Einn aðili var handtekinn á vettvangi og gistir hann í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Samkvæmt lögreglu gistu fimm í fangageymslu lögreglu.
Komment