
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að lögreglumenn veittu aðila athygli sem tók á rás þegar hann varð lögreglu var. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist aðilinn og reyndist hann nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða. Hann var handtekinn og vistaður grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu.
Tilkynnt var um þrjá aðila í miðbænum grunaða um vasaþjófnað. Lögregla fór á vettvang og fannst einn af þeim tilkynntu. Við skoðun reyndist hann með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Aðilinn handtekinn og færður til vistunar í þágu rannsóknar málsins.
Þá var tilkynnt um aðila með ógnandi tilburði í miðbænum. Hafði sig mikið í frammi og kastaði glasi í rúðu á skemmtistað. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bílsins. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Komment