
Það fer ekki milli mála að Arnar Gunnlaugsson er einn besti þjálfari sem hefur þjálfað íslenskt félagslið. Það má hins vegar vera að leikstíll og skipulag Arnars henti illa fyrir landslið ef marka má slöpp töp Íslands gegn Kósovó um helgina. Hjá félagsliðum er hægt að kaupa og selja menn eftir hentisemi og hefur landsliðsmaðurinn fyrrverandi verið naskur að finna knattspyrumenn sem henta hans stíl, aftur og aftur.
Það er hins vegar ekki hægt hjá landsliðum og þrátt fyrir að Ísland eigi marga góða knattspyrnumenn er liðið nær því að Vestri en Víkingur þegar borið er saman við Bestu deildna. Þó að það sé vissulega þannig í dag að bestu leikmenn Íslands séu sóknarsinnaðir þá þarf samt líka að verjast og ætli Ísland sé að vinna þjóðir á borð við Kósovó þá þarf að einblína á varnarleikinn. Arnar hefur tækifæri til að búa til einstakt lið sem getur náð langt en sníði hann ekki stakk eftir vexti annars mun hann lenda í enn meiri ógöngum en hann gerði gegn Kósovó ...
Komment