
Í dagbók lögreglunnar frá því í nótt og í gærkvöld er greint frá því að maður hafi verið handtekinn í hverfi 105 þar sem hann var til vandræða í fjölbýlishúsi. Þegar lögregla hafði afskipti af honum vildi hann ekki gefa upp nafn og kennitölu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann gerði grein fyrir sér og var í framhaldi sleppt.
Óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann var til vandræða og vildi ekki borga fyrir drykk sem aðilinn hafði drukkið á staðnum.
Aðili handtekinn á bar í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og hótana. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Tveir voru handteknir í Reykjavík þar sem þeir höfðu komið sér fyrir inn í ruslageymslu fjölbýlishúss og svo kveikt eld þar inni, mennirnir báðir vistaðir í fangaklefum.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hávaða sem barst frá partý í Hafnarfirði.
Bíl var ekið á ljósastaur í Kópavogi.

Komment