Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt segir frá því að tilkynnti hafi verið um umferðarslys þar sem ökumaður bifreiðar hafði ekið niður fjölda umferðarskilta. Haft var upp á ökumanni og hann færður á lögreglustöð til viðræðna. Hann var látinn laus að því loknu og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um aðila að valda ama og ónæði á heilbrigðisstofnun. Var aðilinn í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum þess.
Aðili óskaði eftir aðstoð lögreglu samkvæmt dagbókinni. Áður en aðilinn er færður til viðræðna í lögreglubifreið fannst stærðarinnar hnífur í fórum hans. Hnífurinn var haldlagður og var aðilinn kærður fyrir vopnalagabrot.
Þá voru skráningarmerki fjölda bifreiða fjarlægð af lögreglu sökum skorts ýmist á aðalskoðun eða vátryggingu.
Tilkynnt var um eld í bifreið. Ekki var um að ræða mikinn eld og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins.
Komment