
Rússnesk-íslenski aðgerðarsinnahópurinn Pussy Riot varar við örlögum hjónanna Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova og börnunum þeirra, verði þeim ekki snúið aftur til Íslands hið snarasta.

Lista og aðgerðasinnahópurinn Pussy Riot skrifaði færslu á Instagram á dögunum þar sem hópurinn segist vona að áfrýjunardómstóll leyfi rússnesku hjónunum sem rekin voru frá Íslandi á dögunum, leyfi þeim að snúa aftur til Íslands. Gadzhi hafði mátt þola ofbeldi og pyntingar af völdum rússneskra yfirvalda en hann er stjórnarandstæðingur og pólitískur aðgerðarsinni.
Hjónin sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 en kornungur sonur þeirra var með þeim. Þann 15. september síðastliðinn eignuðust þau tvíbura en á dögunum ákváðu íslensk yfirvöld að reka fjölskylduna úr landi. Áður höfðu hins vegar nokkrir fjölskyldumeðlimir hjónanna fengið vernd hér á landi í gegnum fjölskyldusameiningu, þá þeim forsendum að Gadzhi hefði sætt pyntingum í Rússlandi. Þá er Miiriam heilsutæp og notast við hjólastól flesta daga.
Pussy Riot birti ljósmynd af Gadzhi og syni hans á Instagram og skrifuðu eftirfarandi texta:
„Við vonum að áfrýjunardómstóllinn leyfi Gadzhi Gadzhiev, Mariiam Taimova og litlu börnunum þeirra að snúa aftur til öruggs hælis á Íslandi. Dagestan er enginn brandari.“
Mannlíf bað meðlimi Pussy Riot að útskýra hvað þær meintu með að Dagestan væri enginn brandari.
„Dagestan, og Tsjetsjenía, eru miklu harðneskulegri svæði en restin af Rússlandi. Ef Rússland er einræðisríki, þá starfar Dagestan eins og alræðisríki.“
Og hvað má fjölskyldan búast við frá yfirvöldum í Dagestan?
„Fangelsun, pyntingar, möguleg aftaka fyrir foreldrana, munaðarleysingjahæli fyrir börnin.“
Komment