1
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

2
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

3
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“

4
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

5
Innlent

Tvær konur handteknar vegna heimilisofbeldis

6
Innlent

Páll sakar Hafþór Rúnar um þjófnað

7
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

8
Innlent

Starfsmaður verslunar sleginn

9
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

10
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

Til baka

Páll sakar Hafþór Rúnar um þjófnað

Deilurnar um hinn „stolna“ matarvagn halda áfram

matarvagn páll hafþór
Páll Ágúst og Hafþór Rúnar deila ennþá um pítsavagnPáll segir eign félagsins ekki vera persónulega eign Hafþórs
Mynd: Samsett

Deilur um „stolinn“ matarvagn halda áfram en veitingamaðurinn Páll Ágúst Aðalheiðarson tilkynnti í síðustu viku að matarvagni í sinni eigu hefði verið stolið.

Á svipuðum tíma hafði Hafþór Rúnar Sigurðsson, viðskiptafélagi Páls, auglýst matarvagninn til sölu á sölusíðunni Braski og bralli á Facebook, en þeir ráku vagninn saman undir nafninu Pop Up Pizza og keyptu þeir einnig hlut í Flatbökunni saman. Mannlíf ræddi við báða menn í síðustu sem útskýrðu að ágreingurinn snérist um deilur sem hefðu staðið yfir í eitt og hálft ár, án þess að fara út í smáatriði.

Bæði Páll og Hafþór sögðu við Mannlíf að búið væri að leysa málið.

Það er þó ekki rétt ef marka má orð Páls sem hann lét falla seint á föstudagskvöldi á samfélagsmiðlum. Þar setur Páll inn hlekk á frétt Mannlífs um málið og segir:

„Frétt ársins: Hvernig get ég stolið því sem ég á?“

Þá fer hann yfir eignarréttarákvæði í lögum. „Eign einkahlutafélags er ekki þín persónulega eign sem þú ráðstafar og selur í eigin þágu eins og þú vilt. Félagið á vagninn og félagið eiga fleiri enn einn. Hafþór „seldi“ vini sínum vagninum í gegnum einkahlutafélagið Pop up pizza ehf. og hefur ekki borist greiðsla fyrir því. Í kjölfarið fer Hafþór með matarvagninn í felur og hafa réttmætir eigendur eða félagið ekki hugmynd um hvar vagninn er niður kominn,“ segir Páll. Þá þjófkennir hann Hafþór á ný.

„Þjófnaður eða á góðri íslensku, fjárdráttur! Þessi vagn er þýfi!“

Því virðist vera sem deilum Páls og Hafþórs um matarvagninn sé ekki ennþá lokið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


25.07.2024-Heradsdomur-Reykjaness
Innlent

Tveir dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Peningar

Landsbankinn mun selja Íslandsbanka

macron trump
Heimur

Skrifstofa Frakklandsforseta ver Macron kókaínásökunum

birta karen tryggvadóttir sfs hagfræðingur
Peningar

Hagfræðingur SFS sagður í blekkingarleik

þjóðminjasafnið
Innlent

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga

Pussy Riot -Diana Burkot
Menning

Pussy Riot og Páll Óskar koma fram á tónlistarhátíð til stuðnings flóttafólki

Lögreglan, ljós
Innlent

Tvær konur handteknar vegna heimilisofbeldis

Lalli Johns
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag