Á sunnanverðu Arnarnesi stendur þetta glæsilega, bjarta og mikið endurnýjaða einbýlishús á tveimur hæðum, alls 356,2 fermetrar að stærð. Með húsinu fylgir þriggja herbergja aukaíbúð í kjallara.
Eignin stendur á rúmlega 1.478 fermetra eignarlóð og býður upp á mikið næði og afar notalegt umhverfi.
Húsið hefur verið tekið í gegn á síðastliðnum sjö árum að sögn eigenda og meðal helstu framkvæmda má nefna að húsið hefur verið múrviðgert og málað að utan, allt gler verið endurnýjað og stór hluti glugga endurnýjaður. Þá hefur þak verið endurnýjað.
Neysluvatnslagnir fyrir kalt vatn hafa verið endurnýjaðar, rafmagnstafla og tenglar uppfærðir og klóaklagnir fóðraðar. Að innan hefur verið lagt nýtt gólfefni og baðherbergi og eldhús endurnýjuð í báðum íbúðum hússins. Þá hafa gólfhitalagnir verið lagðar í hluta hússins og loft verið tekin niður að hluta.
Eigendurnir vilja fá 239.500.000 fyrir húsið.


Komment